Lengri námsleiðir Framvegis eru ætlaðar fólki sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla, en það er markhópur í framhaldsfræðslunnar. Námsleiðirnar eru vottaðar af Menntamálastofnun og í flestum tilfellum er heimild til að meta námið til eininga í framhaldsskóla. Nám hjá okkur getur því verið góð leið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í frekara nám, styrkja stöðu sína á vinnumarkaði eða efla sig persónulega.
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvern viðburð er oftast 12 en það er þó mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.
Viðburðir á vorönn 2022 verða allir á netinu (að undanskildum göngu og golfnámskeiðum) þangað til annað kemur í ljós og fá þátttakendur senda krækju á viðburði þegar nær dregur. Við hvetjum þá sem ekki eru vanir fjarfundum að hafa samband við okkur í Framvegis og við lóðsum ykkur í gegnum þetta.
Athugið að námskeiðin eru einungis fyrir félagsmenn Sameykis.