Flokkar: Námskeið

Upplýsinga- og menningarlæsi: að rata um stafrænt Ísland

Á þessu námskeiði verður áhersla á að þjálfa og efla upplýsinga- og menningarlæsi á íslenskt samfélag. Þátttakendur öðlast færni til að nýta sér tölvur og snjalltæki til upplýsingaöflunar, í atvinnuleit og sem ábyrgir samfélagsþegnar.

Á námskeiðinu verður að mestu leyti notast við tölvur og fá þátttakendur þjálfun í notkun tölva og snjalltækja. Mikil áhersla verður á rafræna borgaravitund þ.e kennslu í notkun rafrænna skilríkja og íslykils á helstu heimasíðum íslenskra stofnanna og fyrirtækja. Fjallað verður um íslenskt atvinnulíf og vinnuumhverfi, skipulag og verklag sem tíðkast á íslenskum vinnumarkaði og réttindi og skyldur á vinnumarkaði í þeim tilgangi að styrkja starfshæfni erlendra atvinnuleitenda. Einnig verður farið í árangursrík samskipti og bent á leiðir til að þróa jákvæð tengsl.

Á síðustu árum hafa örar breytingar átt sér stað í samfélagi okkar sem á vinnumarkaði, nánast allt er orðið rafrænt. Fyrir erlenda atvinnuleitendur sem ekki hafa náð fullu valdi á íslensku og hafa ekki nægjanlega tölvufærni getur verið flókið að fylgja eftir þessum breytingum.

Kennt er á ýmsum tungumálum, t.d. íslensku, ensku, spænsku og litháísku.

Markmið

Að þátttakendur fái aukna þekkingu og leikni í notkun tölva og snjalltækja og kynnist þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað. Efli færni sína til að nýta eigin tæki til að bjarga sér í samfélaginu, þekki helstu vefsíður og verði öruggari og virkir í atvinnuleit með notkun snjalltækja.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað fyrir atvinnuleitendur, íslenska jafnt sem erlenda. Boðið er upp á námskeið á íslensku, ensku og spænsku.

Lengd námskeiðs

27 klst.

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið