Grímuskylda

Í Framvegis er grímuskylda eins og annars staðar þessa dagana. Við erum hægt og rólega að komast í raunheima og erum að fá til okkar hópa í nám og námskeið, en allt samkvæmt sóttvarnarreglum að sjálfsögðu. 

Ef þú átt leið til okkar í Skeifuna þá biðjum við þig að muna eftir grímunni (og reyndar handþvotti, sprittun og öllu því líka).

Framundan er betri tíð með blóm í haga – og brosum nú með augunum sem aldrei fyrr :)

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Lengra nám

STUÐ - Starfsnám stuðningsfulltrúa (Fagnám í umönnun fatlaðra)

STUÐ er ætlað starfsmönnum í þjónustu við fatlaða, aldraða og sjúka. Námið er einnig opið þeim sem hyggja á störf á þessum vettvangi.
01.03.2021 - 30.05.2021
STUÐ - Starfsnám stuðningsfulltrúa (Fagnám í umönnun fatlaðra)
Símenntun Sjúkraliða

Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð

Fjallað verður um ýmsa þætti hjúkrunar sjúklinga og fjölskyldna þeirra á síðustu vikum lífs.
01.03.2021 - 02.03.2021
Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð
Símenntun Sjúkraliða

Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð - Fjarkennt

Fjallað verður um ýmsa þætti hjúkrunar sjúklinga og fjölskyldna þeirra á síðustu vikum lífs.
01.03.2021 - 02.03.2021
Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð - Fjarkennt
Gott að vita

Facebook, Instagram og ljósmyndun

Fyrir þá sem langar að læra að setja ljósmyndir á netið og grundvallaratriði í ljósmyndun.
03.03.2021 - 17.03.2021
Facebook, Instagram og ljósmyndun
Gott að vita

Páskaeggjagerð

Enn og aftur bjóðum við upp á þessi vinsælu páskaeggjanámskeið í samstarfi við Konfektvagninn (Chocolatetrailer).
09.03.2021
Páskaeggjagerð
Símenntun Sjúkraliða

Geðrofssjúkdómar - frestað til hausts 2021

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað geðrof er, einkenni, orsakir, meðferð og horfur. Geðrof getur verið tímabundið ástand af ýmsum völdum, t.d. neyslu vímuefna, en einnig endurtekið og/eða langvarandi ástand, þá sem hluti af alvarlegum geðsjúkdómi. Geðrof hefur áhrif á atferli, hvernig einstaklingurinn skynjar umhverfi sitt og hvernig hann hugsar. Farið verður yfir meðferð og meðferðarúrræði sem bjóðast í dag.
10.03.2021 - 11.03.2021
Geðrofssjúkdómar - frestað til hausts 2021
Símenntun Sjúkraliða

Geðrofssjúkdómar - Fjarkennt - frestað til hausts 2021

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað geðrof er, einkenni, orsakir, meðferð og horfur.
10.03.2021 - 11.03.2021
Geðrofssjúkdómar - Fjarkennt - frestað til hausts 2021
Gott að vita

Ukulele fyrir aðeins lengra komna

Fyrir þá sem hafa kynnst ukulele og langar að læra meira.
11.03.2021 - 25.03.2021
Ukulele fyrir aðeins lengra komna
Símenntun Sjúkraliða

Samskipti við sjúklinga: Samtalstækni og virk hlustun

Á námskeiðinu öðlist þátttakendur þekkingu og færni í samtalstækni, spurningatækni og virkri hlustun.
15.03.2021 - 16.03.2021
Samskipti við sjúklinga: Samtalstækni og virk hlustun
Símenntun Sjúkraliða

Samskipti við sjúklinga: Samtalstækni og virk hlustun -Fjarkennt

Á námskeiðinu öðlist þátttakendur þekkingu og færni í samtalstækni, spurningatækni og virkri hlustun.
15.03.2021 - 16.03.2021
Samskipti við sjúklinga: Samtalstækni og virk hlustun -Fjarkennt

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.