Grímuskylda

Í ljósi þess að kórónuveiran virðist leynast víða höfum við ákveðið að setja á grímuskyldu. Nemendur, leiðbeinendur og starfsfólk verður því að vera með grímur þegar það er í húsi hjá okkur frá og með mánudeginum 21. september og þangað til annað kemur í ljós. Einnig biðjum við alla um að huga vel að öðrum sóttvörnum, handþvotti og sprittun auk þess að virða fjarlægðarmörk. Sem fyrr minnum við fólk á að ef það hefur minnstu einkenni sem gætu bent til smits að halda sig heima og láta okkur vita.

Okkur finnst þetta ekkert svakalega skemmtilegt – en brosum nú með augunum sem aldrei fyrr :)

Sóttvarnir hjá Framvegis

Við virðum sóttvarnarreglur og bjóðum upp á námskeið sem til þess eru fallin í fjarkennslu. Þeir þátttakendur sem vilja mæta, eru velkomnir til okkar í Skeifuna. Snertifletir eru sótthreinsaðir milli námskeiða. Spritt er að finna í forrými, á skrifstofu og inni í stofum. Einnig erum við með maska og hanska fyrir þá sem það kjósa.

Verum örugg og virðum hvert annað.

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Símenntun Sjúkraliða

Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð

Fjallað verður um ýmsa þætti hjúkrunar sjúklinga og fjölskyldna þeirra á síðustu vikum lífs.
28.09.2020 - 29.09.2020
Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð
Símenntun Sjúkraliða

Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð Fjarnámskeið

Fjallað verður um ýmsa þætti hjúkrunar sjúklinga og fjölskyldna þeirra á síðustu vikum lífs.
28.09.2020 - 29.09.2020
Hjúkrun sjúklinga við lok lífs - lífslokameðferð Fjarnámskeið
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Golfnámskeið

Golfnámskeið fyrir þá sem vilja kynnast þessu skemmtilega sporti og læra réttu tökin. Tvö námskeið eru í boði.
28.09.2020 - 07.10.2020
Golfnámskeið
Símenntun Sjúkraliða

Lífsógnandi sjúkdómar og bráð viðbrögð hjá börnum og fullorðnum

Að auka færni og þekkingu sjúkraliða við eftirlit og vöktun sjúklinga, að þeir geti brugðist rétt við í lífsógnandi bráðatilfellum og þekki aðferðir til að bæta öryggi í umönnun.
01.10.2020
Lífsógnandi sjúkdómar og bráð viðbrögð hjá börnum og fullorðnum
Símenntun Sjúkraliða

Móttaka hjartasjúklinga

Á námskeiðinu er farið yfir verkferil í móttöku brjóstverkja og hjartabilunar, einkenni brjóstverkja og hjartabilunar.
05.10.2020 - 06.10.2020
Móttaka hjartasjúklinga
Símenntun Sjúkraliða

Móttaka hjartasjúklinga - Fjarnám

Á námskeiðinu er farið yfir verkferil í móttöku brjóstverkja og hjartabilunar, einkenni brjóstverkja og hjartabilunar.
05.10.2020 - 06.10.2020
Móttaka hjartasjúklinga - Fjarnám
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Akríl pouring - fluid art

Námskeið til að koma fólki af stað í akríl pouring. Þátttakendur gera tvær myndir.
06.10.2020
Akríl pouring - fluid art
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Áfallastreita - í ljósi covid - Netviðburður

Finnur þú fyrir álagi og streitu? Er covid ástandið kannski að hafa áhrif á þig? Þessi fyrirlestur er eingöngu á netinu.
08.10.2020
Áfallastreita - í ljósi covid - Netviðburður
Símenntun Sjúkraliða

Gigtarsjúkdómar

Á námskeiðinu er farið yfir hvað gigtarsjúkdómar eru, birtingarmyndir þeirra, einkenni, meðferð, aukaverkanir við lyfjameðferðum, ýmsa fylgikvilla og áhættuþætti.
12.10.2020 - 13.10.2020
Gigtarsjúkdómar
Símenntun Sjúkraliða

Gigtarsjúkdómar - Fjarnám

Á námskeiðinu er farið yfir hvað gigtarsjúkdómar eru, birtingarmyndir þeirra, einkenni, meðferð, aukaverkanir við lyfjameðferðum, ýmsa fylgikvilla og áhættuþætti.
12.10.2020 - 13.10.2020
Gigtarsjúkdómar - Fjarnám

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.