Grímuskylda
Í Framvegis er grímuskylda eins og annars staðar þessa dagana. Við erum hægt og rólega að komast í raunheima og erum að fá til okkar hópa í nám og námskeið, en allt samkvæmt sóttvarnarreglum að sjálfsögðu.
Ef þú átt leið til okkar í Skeifuna þá biðjum við þig að muna eftir grímunni (og reyndar handþvotti, sprittun og öllu því líka).
Framundan er betri tíð með blóm í haga – og brosum nú með augunum sem aldrei fyrr :)