Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur skilgreint 11 hæfniþætti sem saman mynda almenna starfshæfni á íslenskum vinnumarkaði. Þeir eru þrepaskiptir í samræmi við hæfniramma um íslenska menntun.

Almenn starfshæfni er:
  • Sú hæfni sem einstaklingur þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði og þróast í starfi.
  • Mikilvæg í öllum störfum vinnumarkaðarins.
  • Yfirfæranleg og má flytja í annað samhengi og milli mismunandi starfa og starfsgreina.

Fyrir hin ýmsu störf eru að auki aðrar hæfnikröfur sem eru sértækar.

Framvegis býður upp á raunfærnimat í almennri starfshæfni.