Markmiðið með skimunarlistanum er að þú getir lagt fyrsta mat á hvort þú átt erindi í raunfærnimat. Niðurstaðan er aðeins vísbending um hvort ástæða sé til að skoða næstu skref með ráðgjafa. Forsendur fyrir að fara í raunfærnimat er að þú hafir starfsreynslu í faginu en ekki þarf að hafa þekkingu á öllum þáttum starfsins til að eiga erindi í raunfærnimat.
Starfssvið sjúkraliða felst í hjúkrunar- og umönnunarstörfum. Sjúkraliði ber ábyrgð á störfum sínum við hjúkrun og umönnun í samræmi við menntun, þjálfun og færni sem hann hefur tileinkað sér. Sjúkraliðar starfa náið með skjólstæðingum sínum og eru í lykilstöðu til að stuðla að öryggi, virðingu og jákvæðum samskiptum í öllum sínum störfum.
Skoðaðu listann hér að neðan og ef þú þekkir nokkuð af atriðunum, eða tiltekna flokka, getur þú haft samband við Framvegis í helga@framvegis.is eða í síma 581 1900.
Hefur þú starfað við umönnun á:
- Sérdeildum, svo sem gjörgæsludeild, kvennadeild, endurhæfingardeild, líknardeild, geðdeild, á heilsugælustöð og / eða við heimahjúkrun
- Öldrunarlækningadeildum, hjúkrunar- eða dvalarheimilum
- Annarri deild eða heimili
Heilbrigðisfræði
Ég þekki
- samspil lífsstíls og heilsu
- aðferðir sem stuðla að heilsueflingu og heilbrigði
- helstu heilbrigðisvandamál í nútíma samfélagi og forvarnir gegn þeim
Ég get
- greint áhættuþætti tengda lífsstíl
- leitað á vefnum að áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, heilbrigði og hjúkrun
Hjúkrun: Grunnur, verklag, skráning, næring
Ég þekki
- tengsl andlegs, líkamslegs og félagslegs ástands skjólstæðings við hjúkrunarþarfir viðkomandi
- grunnþarfir, frávik frá þeim og áhrif verkja á skjólstæðing
- einkenni rangrar líkamsbeitingar og hvernig nýta á rétt vinnulag og léttitæki til að varast álagsmein
Ég get
- aðstoðað skjólstæðinga við tannhirðu og persónulegt hreinlæti
- gætt að hreinlæti, hugað að smitvörnum og smitgátarvinnubrögðum
- fylgt leiðbeiningum við umönnun skjólstæðinga og fyrirbyggt fylgikvilla rúmlegu
- framkvæmt lífsmarkamælingar og einfaldar sýnatökur ásamt því að skrá næringarinntekt og úrskilnað úrgangsefna
- leitað í og umgengist sjúkraskrár / hjúkrunargögn á viðeigandi hátt
Hjúkrun: Líffærakerfi, illkynja sjúkdómar, verkir, smit
Ég þekki
- viðeigandi vinnubrögðum til að hindra smit
- helstu einkenni illkynja sjúkdóma í helstu líffærakerfum
- áhrif bráðs og langvinns heilsubrests á sjálfsmynd og líðan skjólstæðinga
- hjúkrun skjólstæðinga með sjúkdóma í helstu líffærakerfum
- ólíkar verkjameðferðir
Ég get
- leiðbeint skjólstæðingum með athafnir daglegs lífs
- greint milli mismunandi hjúkrunarþarfa eftir alvarleika veikinda
- undirbúið skjólstæðinga fyrir rannsóknir og skurðaðgerðir og sinnt eftirmeðferð
- notað mismunandi sáraumbúðir og sárameðferðir
Hjúkrun: Fjölskylda, geð, öldrun
Ég þekki
- félagslegar, andlegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri
- mun á eðlilegum öldrunarbreytingum og sjúkdómsástandi hjá öldruðum
- einkenni helstu geðraskana og fíknisjúkdóma
- viðurkenndar hjúkrunarmeðferðir í fjölskyldu- og geðhjúkrun
Ég get
- hjúkrað skjólstæðingum með geðraskanir og fíknisjúkdóma
- frætt og leiðbeint um heilsueflingu og forvarnir
- hjúkrað öldruðum á heildrænan hátt með tilliti til félagslegs, andlegs og líkamlegs ástands
- sinnt skjólstæðingi sem fær lífsloka- og líknarmeðferð
Samskipti og siðfræði
Ég þekki
- áhrif sjálfsmyndar og ólíkra menningarheima á samskipti
- helstu skyldur fagfólks og réttindi skjólstæðinga
Ég get
- sett mig í spor annarra í samskiptum
- skoðað siðferðileg álitamál út frá ýmsum sjónarhornum
- notað eflandi samskipti, sem byggja á virðingu, samkennd, fordómaleysi og jafnrétti
- sýnt samkennd, virðingu og fordómaleysi í samskiptum
- leyst samskiptavanda af virðingu fyrir sjónarmiðum allra hluteigandi
- virt trúnað og þagnarskyldu
- virt persónuleg mörk skjólstæðinga og átt í faglegum og uppbyggilegum samskiptum
- sýnt góða siðferðisvitund og fordómaleysi, umburðarlyndi og víðsýni í störfum mínum
Verklegur grunnur
Ég þekki
- helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði skjólstæðinga
- siðareglur sjúkraliða
- lög um réttindi sjúklinga og sjálfsákvörðunarrétt þeirra
Ég get
- forgangsraðað hjúkrunarstörfum
- hjúkrað sjúklingum við margbreytilegar aðstæður
- unnið eftir gæðaviðmiðum heilbrigðisstofnana