Hlutverk

Hlutverk Framvegis er að stuðla að og veita fullorðnum fjölbreytt námstækifæri og símenntun í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera.  

Framvegis vinnur samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu (nr. 27/2010), með samning við Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um framkvæmd framhaldsfræðslu í takt við viðurkenningu þess efnis. Starfsemi Framvegis uppfyllir kröfur um gæði fræðslu, raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar í samræmi við viðurkennda evrópska gæðavottun; EQM+ (European Quality Mark) sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er vottunaraðili að. EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis.


Markmið

  • Veita fullorðnum einstaklingum símenntun í takt við þarfir atvinnulífsins og skapa einstaklingum með stutta skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og möguleika til að efla hæfni sína í starfi.
  • Greina námsþarfir markhópa með viðurkenndum greiningaraðferðum og útbúa viðeigandi nám og námskrár með íslenska hæfnirammann að leiðarljósi.
  • Veita ráðgjöf og persónulega þjónustu við val á námi, raunfærnimat og hvers konar faglegan stuðning sem miðar að því að hvetja einstaklinga til að afla sér menntunar við hæfi.
  • Kynna námsframboð fyrir almenningi og markhópum með markvissum og fjölbreyttum hætti og viðhalda góðum tengslum við samstarfsaðila og viðskiptahópa.
  • Leggja ríka áherslu á gæði náms, framsækna og framúrskarandi kennslu með nýsköpun, fjölbreytni og viðeigandi tækni í forgrunni.
  • Vinna samkvæmt viðurkenndum gæðaferlum til að tryggja fagleg og skilvirk vinnubrögð.
  • Veita einstaklingum og markhópum faglega þjónustu, óháða kyni, trúarbrögðum eða stöðu í samfélaginu, í námsumhverfi sem sé hvetjandi og stuðli að vellíðan.
  • Tryggja örugga varðveislu upplýsinga um námskeið og nemendur þar sem meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við núgildandi lög.
  • Sýna góða og árangursríka stjórnarhætti, fara vel með með fjármuni og sýna ábyrgð í rekstri í takt við samninga og samþykktir félagsins.
  • Vera með ánægt, hæft og vel upplýst starfsfólk og leiðbeinendur sem og tryggja góð starfsskilyrði.
  • Starfsemin taki til umhverfisverndar og samfélagslegrar ábyrgðar með velferð samfélagsins í heild að leiðarljósi.

Framtíðarsýn

Framvegis verði í fremstu röð hvað varðar fræðslu og símenntun fullorðinna og vinni markvisst að því að hækka menntunarstig í landinu, með það að leiðarljósi að menntun sé æviverk.


Gildi