Flokkar: Gott að vita

Ferðast fyrir lítið

Viltu ferðast um heiminn fyrir lítíð? Þetta námseið er fyrir fólk með ferðaþrá og fjallað verður um m.a. hvenær á maður að bóka til að fá flug á sem bestu verði, hvaða vafra er best að nota, kaupa flugáskrifir og nota punkta eða stéttafélagsávísanir. Hvernig á ég að pakka fyrir ferðina, hvar er best að bóka gistingu á hagstæðu verði, vilt þú ferðast frítt með því að passa íbúðir og/eða gæludýr fólks erlendis eða vera með íbúðarskipti.

Markmið:
Að veita þáttakendum verkfæri til að skipuleggj hagkvæmar og skemmtilegar ferðir á öruggan hátt.

Fyrir hverja?
Fyrir alla þá sem vilja ferðast meira fyrir minna, hvort sem það sé til Akureyri eða Timbúktú.

Dagsetning: 24. Nóvember, 20:00-22:00

Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.

Leiðbeinandi: Unnur Ólafsdóttir stundaði nám við háskóla í Ítalíu og London og talar reiprennandi ítölsku.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita