Markviss

Hjá Framvegis starfa markvissráðgjafar sem sinna ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana. Ráðgjöfin er fólgin í því að greina þarfir þeirra fyrir fræðslu og hæfni starfsmanna og stuðla þannig að eflingu og þróun mannauðs. Árið 2016 lauk stóru Markvissverkefni sem Framvegis vann með Strætó BS en verkefnið tók til allra starfsmanna hjá Strætó. Lögð er sérstök áhersla á að stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn vinni saman að þeirri uppbyggingu sem þörf er á innan fyrirtækja. Verkefnið heppnaðist mjög vel og var samstarfið við Strætó BS lærdómsríkt og gott.

Fræðslustjóri að láni

Auk þess tekur Framvegis þátt í verkefninu fræðslustjóri að láni sem felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana. Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkfæri sem miðar að því að samhæfa og nýta lausnir sem þegar eru til, ýmist innan fyrirtækjanna og/eða hjá símenntunarstöðvum eða öðrum fræðsluaðilum.

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga hafðu þá samband í framvegis@framvegis.is eða í síma 581 1900.