Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Viðspyrna - Aðlögun og uppbygging eftir veikindi

Námskeið fyrir sjúkraliða sem vinna með einstaklingum sem glíma við langvinn veikindi eða heilsufarsbresti.
Markmið námskeiðsins er að efla skilning á sálfélagslegum þáttum veikinda og styðja fagfólk í því að mæta skjólstæðingum af samkennd, fagmennsku og raunhæfri hvatningu.
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og ACT – samþykkis- og skuldbindingarmeðferðar, þar sem áhersla er á samskipti, tilfinningalegan
skilning og fagleg mörk í starfi.

Á námskeiðinu verður fjallað um:
• Hvernig langvinn veikindi geta haft áhrif á líðan, sjálfsmynd og samskipti skjólstæðinga.
• Hvernig starfsfólk getur brugðist við tilfinningaviðbrögðum eins og sorg, vonleysi og kvíða á uppbyggilegan hátt.
• Hagnýtar leiðir til að efla samskipti, virka hlustun og raunhæfa hvatningu.
• Fagleg mörk, sjálfsumhyggja og sjálfsvernd í krefjandi starfi.
• Aðferðir HAM og ACT sem nýtast í daglegum samskiptum og stuðningi.

Leiðbeinandi: Torfi Már Jónsson, sálfræðingur.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar

Staðkennt: 9.,11. og 16. mars
Fjrakennt: 30 mars, 1. og 7. apríl.

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða