Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem veldur mismiklum einkennum og hefur mismikil áhrif á daglega líf fólks með sjúkdóminn. Endómetríósa leggst á 1 af hverjum 10 einstaklingum sem fæðast í kvenmannslíkama.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að þekkja helstu einkenni endómetríósu, mögulegar meðferðir og þá þjónustu sem í boði er.
Leiðbeinandi: Ragnheiður Oddný Árnadóttir, MD, Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Staðkennsla: 19. og 20. nóvember
Fjarkennsla: 26. og 27. nóvember
Klukkan: 17:00 - 21:00