Flokkar: Gott að vita

Jákvæð sálfræði og yoga nidra - Tvö eins námskeið

Þetta námskeið er endurtekið vegna mikilla vinsælda og er nú boðið upp á tvö námskeið. Hvort námskeið eru fjögur skipti, 2 klst. í senn.

Leyfðu okkur að dekra við þig í dagsins önn. Jákvæð sálfræði og Yoga Nidra er námskeið fyrir öll sem vilja hlúa að jákvæðri heilsu. Þú þarft ekkert að gera – bara njóta og vera.

Í hverjum tíma:

Léttar núvitundar- og öndunaræfingar

  • Leyfðu þér að skilja amstur dagsins eftir og mæta í kyrrðina í augnablikinu hér og nú.

Fræðsla sem styður við vellíðan, streitulosun og endurheimt

  • Gagnreyndar aðferðir og leiðir sem efla jákvæða heilsu og styðja við vellíðan, streitulosun og endurheimt. Aðferðir sem aðgengilegt er að yfirfæra yfir á daglegt líf og gott er að hafa meðferðis í verkfærakistunni inn í veturinn.

Djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra

  • Komdu þér þægilega fyrir á dýnunni og leyfðu okkur að leiða þig inn í djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra. Djúpslökunin styður við  hvíld og innri ró, streitulosun og endurheimt.

Stuðst er við hugmyndafræði iðjuþjálfunar, jákvæðrar sálfræði, núvitundar og yoga nidra.

Skráning hefst 23. september kl.10:00.

Tvö eins námskeið:

  • Námskeið 1: Miðvikudagar 2., 9.,16. og 23. október. 
  • Námskeið 2: Miðvikudagar 13., 20. og 27. nóvember og 4. desember.

Staður: Saga Storyhouse, Flatahraun 3, 2. hæð, Hafnarfirði

Leiðbeinendur: Eigendur Saga Story House, sem er heilsueflandi fræðslufyrirtæki.

Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi, MA diploma í jákvæðri sálfræði, Yogakennararéttindi

Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, MA diploma í jákvæðri sálfræði, BA uppeldis- og menntunarfræði, Yogakennararéttindi

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita