Flokkar: Gott að vita

Vegghengi

Á námskeiðinu læra þátttakendur að gera vegghengi með macramé hnúta aðferðinni. Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín.

Í macramé er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram og láta byrjendaörðuleika ekki stoppa sig, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við. Sköpun í handavinnu eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.

Námskeiðið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Engin handavinnukunnátta þarf að vera fyrir hendi. Allt efni verður á staðnum. Allir fara heim með sitt eigið vegghengi.

Dagsetningar: Mánudagur 14. október.

Kl. 18:00-21:00.

Lengd: 3. klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20.

Leiðbeinandi: Hera Sigurðardóttir er eigandi hannyrðastúdíósins Flóðs & fjöru. Þar framleiðir hún vörur úr textíl ásamt því að halda alls konar handavinnunámskeið en flest eru tengd macramé. Hera er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkrafti og leikgleði.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita