Opnað verður fyrir skráningu 18. september kl. 10.00
Á þessu námskeiði vinnum við með vatnsliti og blek og ýmsa litatóna þess. Við blöndum saman litum til að skapa fjölbreytta tóna, áferðir og stemningu. Á námskeiðinu prufum við okkur áfram með blandaðri tækni með bleki og vatnslitum. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum grunnatriði vatnslitunar og bleknotkunar, efla sköpunargleði og sjálfstraust í myndsköpun, og veita þeim verkfæri til að tjá sig með litum og formum á eigin forsendum.
Búnaður:
Efni og áhöld eru innifalin í þessu námskeiði en þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin vatnsliti og pensla ef þeir eiga þá til.
Fyrir hverja?
Engin kunnátta er nauðsynleg, námskeiðið hentar byrjendum og þeim sem eru með einhverja smávegis reynslu í að mála með vatnslitum. Kennari mætir öllum nemendum þar sem þau eru stödd í listsköpun sinni.
Tvö eins námskeið:
Staður: Studio Hraun í Laugardalnum í Reykjavík, Hraunteigi 26
Leiðbeinandi: Linda Ólafsdóttir myndlistakona og rit- og myndhöfundur barnabóka. Hún hefur myndlýst fjölda bóka ásamt því að kenna námskeið í teikningu, myndlýsingum og málun. Linda Ólafsdóttir
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.
Ég er mjög ánægð með þetta námskeið, kennarinn alveg frábær og hafsjór af fróðleik um efnið.
Virkilega gott, skemmtilegt og vel skipulagt námskeið. Takk fyrir mig.
-
Mjög skemmtilegt námskeið og algjörlega til fyrirmyndar.
-
Námskeiðið var framúrskarandi, afslappað og kósí, og hvatti þátttakendur til að auka sköpun og list í hversdagslífinu. Farið var vel yfir vatnsliti og blek og eiginleika þeirra.
-