Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa lokið íslensku 1 (A1.1).
Megináhersla verður lögð á tjáningu og frásagnir í gegnum samskipti. Íslenskt samfélag verður til umfjöllunar þar sem atvinnulíf og menning spila stórt hlutverk. Fjallað er um skipulag og verkferla sem almennt tíðkast á vinnustöðum og um réttindi og skyldur á vinnumarkaði í þeim tilgangi að styrkja starfshæfni þátttakenda. Einnig verður fjallað um þjónustu á vegum ríkisins eins og skólaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er lengra en hefðbundið námskeið (58 stundir í stað 40 stunda).
Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.
Lengd: 58 klst.
Verð: 27.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Kennt á úkraínsku:
Tímabil: 11.ágúst – 17. október 2025.
Dagar: Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar
Hvenær: kl. 19:20-21:20.
Nánari upplýsingar: hjá framvegis@framvegis.is eða í síma 581 1900.