Flokkar: Íslenska sem annað mál

Fornám í íslensku. Fyrir Úkraínufólk.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru byrjendur í íslensku og kjósa að fara hægar í gegnum námsefnið.

Námið er bæði undanfari og á stigi A.1.1.

Lögð er áhersla á íslenska stafrófið, æfingar í að tala og tjá sig á íslensku og læra grunnorðaforða sem nýtist nemendum í samskiptum. Unnið verður með sjálfstraust og öryggi í tjáningu. Einföld málfræði er kynnt á hagnýtan hátt. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum kennsluaðferðum þar sem virkni nemenda og skapandi hugsun gegna lykilhlutverki í öruggu lærdómsumhverfi. Að loknu námi eiga þátttakendur í náminu að tekist á við einfaldar aðstæður og samtöl á íslensku.

Námskeiðið er staðkennt.

Lengd: 40 klst.
Verð: 18.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð. 
Tímabil: 06. Okt - 19. Nóv 2025.
Dagar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga/laugadaga til skiptis. 
Hvenær: Kl. 10:00-12:00

 

Nánari upplýsingar í framvegis@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál