Flokkar: Gott að vita

Leiðin að skuldaleysi - netnámskeið

Í þessum skemmtilega og hvetjandi fyrirlestri er sýnt fram á raunhæfar leiðir til þess að vinda ofan af skuldsetningu og lifa skuldlausu lífi til frambúðar.​​ Rætt verður um hvernig ódýrast og heppilegast sé að greiða af húsnæðislánum, ráðast á bílalán og önnur neyslulán og tryggja að ný lán verði ekki tekin. Öruggasta og líklegasta leiðin til velmegunar og fjárhagslegs öryggis liggur í leiðinni að skuldleysi.

Markmið:
Þáttakendur öðlist skilning á fjármálum heimilis ásamt skilning á lánum og endurfjármögnun. Þáttakendur muni fá skilning á hvernig skal tryggja að frekari lántaka verði óþörf.

Fyrir hverja?
Námskeið þetta hentar öllum aldurshópum og er fyrir alla sem vilja taka fjármálin sín saman og öðlast frjárhagslegt sjálfstæði. 

Tími: 19. Nóvember, kl. 17:00-19:00.

Staður: Netviðburður, Teams

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Björn hefur áralanga reynslu af fjármálafræðslu á öllum skólastigum. Hann útskýrir einföld lögmál um peninga með einföldum, skemmtilegum og lifandi hætti. Björn Berg | fjármálaráðgjöf (bjornberg.is)

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Frábært námskeið og kennarinn mjög góður

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -

Mjög upplýsandi námskeið. Frábær fyrirlesari með allt sitt á hreinu!

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -