Flokkar: Gott að vita

Persónuleg fjármál

Rætt verður um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni.

Sérstök áhersla verður lögð á færni við að haga fjármálum eftir aðstæðum hverju sinni, bregðast við breytingum og fylgjast með þróun í efnahagslífinu. Gefnar verða gagnlegar ábendingar varðandi lántöku, sparnað og uppbyggingu lífeyris svo eitthvað sé nefnt.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvaða áhrif hafa breytingar í efnahagslífinu á fjármálin mín og hvað hentar best hverju sinni?
  • Hvernig veit ég hvaða lánsform hentar mér best?
  • Hvernig get ég best varið mig fyrir verðbólgu og háum vöxtum?
  • Get ég bætt stöðu mína á efri árum?

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill ná betri tökum á fjármálum sínum.

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur munu hafa betri tilfinningu fyrir því hver staða efnahagsmála er og hagað sínum persónulegu fjármálum eftir aðstæðum hverju sinni með það að markmiði að bæta fjárhagsstöðu sína.

Dagsetning:  Fimmtudagur 10. október.

Kl. 17:00-19:00.

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fjármálaráðgjafi með 16 ára reynslu af fjármála- og lífeyrisráðgjöf fyrir einstaklinga Björn Berg | fjármálaráðgjöf (bjornberg.is). Hann var áður meðal annars deildarstjóri greiningardeildar Íslandsbanka og fræðslustjóri bankans.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita

Ummæli

Frábært námskeið og kennarinn mjög góður

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -

Mjög upplýsandi námskeið. Frábær fyrirlesari með allt sitt á hreinu!

Þátttakandi á námskeiði hjá Birni í Gott að vita -