Flokkar: Námskeið

Færni ferill framkoma

Áhersla er lögð á að efla færni og virkni þátttakenda og nauðsyn þess að þekkja eigin styrkleika, áhugasvið og hæfni. Hver og einn mun búa til vandaða og greinargóða ferilskrá undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa sem gagnast mun í atvinnuleit og einnig verður farið í gagnleg atriði kynningarbréfs. Í kjölfarið verður farið yfir mikilvæg atriði atvinnuviðtals og fá þátttakendur þjálfun fyrir viðtöl í formi æfinga.

Færni í samskiptum, framkoma einstaklinga, árangursrík liðsheild og hvar tækifæri atvinnuleitar liggja verða í brennidepli á þessu námskeiði.

Fagfólk á hverju sviði mun leiðbeina og þjálfa þátttakendur.

Námskeiðið er fyrir atvinnuleitendur af ýmsum þjóðernum og er kennt t.d. á íslensku, ensku og spænsku.

Markmið

Markmiðið er að þátttakendur verði öruggari í atvinnuleit og auki þannig líkur á að hún beri árangur.

Fyrir hverja

Atvinnuleitendur sem vilja endurbæta ferilskrá sína og öðlast aukin styrk í atvinnuleit. Námskeiðið er fyrir atvinnuleitendur af ýmsum þjóðernum og er kennt á íslensku, ensku og spænsku

Lengd

Námskeiðið er 12 klst – þrír morgnar frá 9 til 13.

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið