Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska 3 - Áfram veginn (A2.1), kennt á úkraínsku. Staðnám.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa íslensku A1-2.

Á námskeiðinu bæta þátttakendur við hæfni sína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.

Til dæmis þegar þátttakendur:

  • segja frá sjálfum sér, áhugamálum, fjölskyldu og fleiru
  • eiga samtal um hluti tengda vinnu og heilsu
  • tala í síma um einfalda hluti
  • eiga í einföldum tölvupóstsamskiptum

Áhersla verður aukin á ritun einfaldra texta og leit að upplýsingum í rituðum texta og fréttum. Aukin áhersla á málfræði.

Í náminu nýta þátttakendur snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara

Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.

Lengd: 40 klst.
Verð: 57.400kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.
Tímabil: 12.ágúst-27.september 2025.
Dagar: Þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga.
Hvenær: Kl. 19:20-21:20 .

Nánari upplýsingar hjá framvegis@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál