Á námskeiðinu verður farið yfir hugmyndir um seiglu, styrkleika, vaxandi viðhorf og jákvæða sálfræði.
Farið verður yfir helstu verkfæri og inngrip úr jákvæðri sálfræði og við skoðum saman hvernig hægt er að nota fræðin í daglegu lífi og einnig beint í starf sjúkraliða. Sjá nánari upplýsingar á hamingjuvisir.com
Leiðbeinandi: Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar
Fjarkennt á Zoom 26. ágúst, 2., 3., 9., 16. og 18. september
Kl. 17:00-19:00