Þá er sjúkraliðanámskeiðum vorannar 2019 lokið. 
Á önninni var boðið upp á 13 námskeið. 
Sex námskeiðanna voru kennd í fjarnámi og fimm voru ný. 

Þær breytingar munu eiga sér stað á haustönn að ekki verður gefin út sjúkraliðabæklingur líkt og undanfarin ár. 
Að þessu sinni verða námskeiðin auglýst í tímaritinu Sjúkraliðanum sem kemur út í sumar. 

Kærar þakkir fyrir veturinn hafði það sem allra best í sumarfríinu.
Keðja Starfsfólk Framvegis. 

 

Raunfærnimat á Tölvubraut Upplýsingatækniskólans

Verður í apríl og maí og er fyrir þá sem vinna við tölvur og upplýsingatækni. Þetta er í siðasta sinn í bili sem boðið er upp á þetta raunfærnimat.

Nánari upplýsingar og skráning hér

Notendastýrð persónuleg aðstoð - grunnnámskeið

NPA námskeiðið fyrir væntanlegra notendur/verkstjórnendur með NPA, aðstoðarmenn og umsýsluaðila hefst 28. maí. Skráningu lýkur 20. maí

Nánari upplýsingar og skráning hér 

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Stök námskeið

Notendastýrð persónuleg aðstoð

Grunnnámskeið í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir væntanlegra notendur/verkstjórnendur með NPA, aðstoðarmenn og umsýsluaðila .
28.05.2019 - 04.05.2019
Notendastýrð persónuleg aðstoð

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.