Sjúkraliðanámskeið vor 2020

Nú erum við hjá Framvegis búnar að leggja lokahönd á námskeið komandi annar. Þau verða ný og spennandi í bland við okkar vinsælustu. Að þessu sinni verða námskeiðin16 talsins og helmingur þeirra í fjarnámi. 

 Við viljum minna á að námskeiðin verða auglýst í tímaritinu Sjúkraliðinn sem kemur út í desember en ekki verður opnað fyrir skráningu fyrr en í byrjun janúar. 

Bestu jólakveðjur starfsfólk Framvegis.


Framvegis býður upp á námskeið í hugrænni atferlismeðferð

Námskeiðin standa yfir í fjórar vikur og eru kennd tvisvar í viku.

Ef þú hefur áhuga endilega sendu okkur tölvupóst eða hringdu í síma 581-1900

 

Vorönn 2020 í Gott að vita

Undirbúningur fyrir vörönn 2020 í Gott að vita - fyrir félagsmenn Sameykis - stendur nú yfir. Hluti af því sem verður í boði hefur verið áður eins og páskaeggjagerð, Að8sig, golf, teppahekl og Akríl Pouring. Einnig verður fræðsla um lifandi hefðir, meðvirkni, Google, fjallgöngur og hvernig hægt er að búa til krem og varasalva.

Skráning hefst seinni part janúar, nánari upplýsingar verða gefnar út þegar nákvæm dagsetning liggur fyrir. 

 

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Stök námskeið

Notendastýrð persónuleg aðstoð - grunnnámskeið

Grunnnámskeið í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjögur námskeið framundan á í nóvember og desember 2019.
Notendastýrð persónuleg aðstoð - grunnnámskeið
Stök námskeið

Notendastýrð persónuleg aðstoð - framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeið í notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjögur námskeið verða í desember 2019.
20.12.2019
Notendastýrð persónuleg aðstoð - framhaldsnámskeið

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.