Raunfærnimat á sjúkraliðabraut

Viltu fá reynslu þína og þekkingu af umönnun metna?  Raunfærnimat á sjúkraliðabraut er fyrir þá sem hafa starfað við umönnun í a.m.k. 3 ár og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Smellið hér fyrir frekari upplýsingar. 

Find out more

Tæknilæsi og tölvufærni

Ertu úti á túni þegar kemur að stafrænu umhverfi? Eða ertu nokkuð fær en langar að vita meira? Þá er kjörið að skella sér í þetta nám sem verður frá 1.-18. mars. Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

 

Find out more

Grímuskylda

Í Framvegis er grímuskylda eins og annars staðar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.

Ef þú átt leið til okkar í Borgartúnið þá biðjum við þig að muna eftir grímunni - og reyndar handþvotti, sprittun og öllu því líka.

 

Raunfærnimat á tölvubraut

Ef þú hefur reynslu af IT störfum, forritun, vefstjórn, tölvutækni eða öðru slíku en hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla er þetta eitthvað fyrir þig. Smelltu fyrir nánari upplýsingar.

Find out more

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Símenntun Sjúkraliða

Ofbeldi og ofbeldishegðun

Þátttakendur öðlist grunnþekkingu í ofbeldisfræðum, mismunandi birtingarmyndum ofbeldis, orsökum og eðli ásamt því að kynnast þeirri meðferð sem beitt er til að hjálpa fólki að hætta að beita ofbeldi.
14.02.2022 - 15.02.2022
Ofbeldi og ofbeldishegðun
Símenntun Sjúkraliða

Ofbeldi og ofbeldishegðun - Fjarnámskeið

Þátttakendur öðlist grunnþekkingu í ofbeldisfræðum, mismunandi birtingarmyndum ofbeldis, orsökum og eðli ásamt því að kynnast þeirri meðferð sem beitt er til að hjálpa fólki .
14.02.2022 - 15.02.2022
Ofbeldi og ofbeldishegðun - Fjarnámskeið
Gott að vita

Borðaðu grænna

Langar þig að borða grænna en veist ekki hvar þú átt að byrja?
16.02.2022
Borðaðu grænna
Símenntun Sjúkraliða

Kulnun í kjölfar Covid

Á námskeiðinu fer Ingrid Kuhlman yfir helstu þætti kulnunar, með áherslu á kulnun í kjölfar Covid. Skoðaðar verða ástæður kulnunar, einkenni, hvað sé hægt að gera til að minnka líkur á kulnun og endurhæfing efir greiningu.
21.02.2022 - 22.02.2022
Kulnun í kjölfar Covid
Símenntun Sjúkraliða

Kulnun í kjölfar Covid - Fjarnámskeið

Á námskeiðinu fer Ingrid Kuhlman yfir helstu þætti kulnunar, með áherslu á kulnun í kjölfar Covid. Skoðaðar verða ástæður kulnunar, einkenni, hvað sé hægt að gera til að minnka líkur á kulnun og endurhæfing efir greiningu.
21.02.2022 - 22.02.2022
Kulnun í kjölfar Covid - Fjarnámskeið
Gott að vita

Lærðu að prjóna sokka

Þriggja vikna net námskeið þar sem þátttakendur prjóna sokka, þ.á.m. tvær tegundir af hælum.
22.02.2022 - 08.03.2022
Lærðu að prjóna sokka
Símenntun Sjúkraliða

Sykursýki og næring

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi tegundir sykursýki og helstu áhersluatriði varðandi mataræði hvers hóps fyrir sig með tilliti til tegundar sykursýki, lyfja, aldurs o.fl.
23.02.2022 - 24.02.2022
Sykursýki og næring
Símenntun Sjúkraliða

Sykursýki og næring - Fjarnámskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi tegundir sykursýki og helstu áhersluatriði varðandi mataræði hvers hóps fyrir sig með tilliti til tegundar sykursýki, lyfja, aldurs o.fl.
23.02.2022 - 24.02.2022
Sykursýki og næring - Fjarnámskeið
Gott að vita

Pottaplöntur

Allt um pottaplöntur! Vilmundur sem veit allt um ræktun fer yfir málin.
24.02.2022
Pottaplöntur
Símenntun Sjúkraliða

Sjúkraflutningar

Á námskeiðinu verður fjallað um súrefnisgjöf og grunnmeðhöndlun öndunarvegs ásamt því að fara yfir áverkaferli sjúklinga, mat áverkasjúklinga og bráðveikra.
01.03.2022 - 03.03.2022
Sjúkraflutningar

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.