Sjúkraliðanámskeið  

Opnað verður fyrir skráningu á sjúkraliðanámskeið haustannar föstudaginn 11. ágúst kl. 10.00. 

 

Find out more

Raunfærnimat á tölvubraut

Ef þú hefur reynslu af IT störfum, forritun, vefstjórn, tölvutækni eða öðru slíku en hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla er þetta eitthvað fyrir þig. Smelltu fyrir nánari upplýsingar og skráningu á haustönn 2023.

Find out more

Skráning hafin í nám á haustönn 2023

Opið er fyrir skráningar í Stökkpall, Skrifstofuskólann (á bæði íslensku og ensku) og Tæknilæsi og tölvufærni. Hægt er að velja um stað- eða fjarnám í einhverjum tilfellum.

Find out more

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Símenntun Sjúkraliða

Sýnatökunámskeið

Á námskeiðinu verða kynntar aðferðir við blóðsýnatökur og nauðsynleg atriði er varða frágang og sendingar sýna á rannsóknastofu.

25.09.2023
Símenntun Sjúkraliða

Tann- og munnhirða er heilbrigðismál

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða máli það skiptir okkur og þjónustuþega okkar að hafa hreinar tennur og munn.

27.09.2023 - 28.09.2023
Símenntun Sjúkraliða

Hinsegin heilbrigði

Á námskeiðinu verður hugtakið hinsegin heilbrigði skoðað og hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur sinnt hinsegin einstaklingum af virðingu og fagmennsku.

02.10.2023 - 03.10.2023
Símenntun Sjúkraliða

Leiðbeinendanámskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk leiðbeinenda sem taka á móti sjúkraliðanemum.

04.10.2023 - 11.10.2023
Gott að vita

Brauðtertuskreytingar

Hjördís Dögg heldur áfram að kenna fólki að gera brauðtertur – nú með aðeins öðrum hætti

05.10.2023
Gott að vita

Út á ritvöllinn

Námskeið í ritlist fyrir skúffuskáld, núverandi og tilvonandi, þar sem markmiðið er að auka skirfgleði og sköpun.

09.10.2023 - 16.10.2023
Gott að vita

Förðun og umhirða húðar

Viltu læra réttu handtökin við förðun og hvernig þú notar förðunardótið þitt? Endurtekið vegna mikilla vinsælda.

10.10.2023
Gott að vita

Bollakökuskreytingar

Langar þig að læra að baka og skreyta fallegar bollakökur? Ef svo er þá er þetta námskeiðið fyrir þig.

12.10.2023
Símenntun Sjúkraliða

Hugræn atferlismeðferð í starfi sjúkraliða (HAM)

HAM gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem stjórna líðan okkar og viðbrögðum.

16.10.2023 - 24.10.2023
Gott að vita

Grunnur í útivist og fjallgöngum

Námskeið fyrir þá sem langar að auka þekkingu sína á útivist og fjallgöngum - og kannski drífa sig út.

17.10.2023 - 23.10.2023

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.