Jafnvægi í daglegu lífi heilbrigðisstarfsmanna

Þátttakendur fá innsýn í hvernig þeir geta brugðist við, þróað og byggt upp aðferðir sem leitt geta til jákvæðra breytinga í leik og starfi. Þá fá þátttakendur þjálfun í að finna lausnir á viðfangsefnum með það að markmiði að bæta líðan, styrkjast í starfi og auka lífsgæði.

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Lokanámskeið vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra verða í boði í endaðan nóvember til 16. desember. 
Skráning 

Nám

Fróðleiksmolar

Með þvi að kenna námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins erum við að mæta þörfum einstaklinga í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki. Við höfum kennt námsleiðirnar Stökkpall og Tækniþjónustu í samstarfi við Vinnumálastofnun auk þess að vera í samstafi við Promennt, NTV, Starfsmennt og fleiri.

Það sem skiptir máli er að þörfin sé til staðar og að nemendur falli undir markhóp framhaldsfræðslunnar. Við höfum á að skipa hæfu starfsfólki og getum brugðist skjótt við ef þannig ber undir.

Við erum alltaf til í að skoða möguleika á samstarfi og endilega hafðu samband ef þú ert með hugmyndir eða vilt ræða málin.

Þjónusta við fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með EQM (European Quality Mark) gæðavottun.

Með gæðavottun EQM er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.