Gott að vita

Næst á dagskrá:

  • - Hvað er stýrikerfi?
  • - Starfsleit og ferilskrá
Find out more

Tann- og munnhirða er heilbrigðismál

8. og 9. nóvember frá kl 17:00 til 21:00.

Það skiptir sjúkraliða og þjónustuþega miklu máli að hafa hreinar tennur og munn.
Á námskeiðinu verður farið yfir tannvernd, hvernig tann- og munnsjúkdómar verða til og hvað er til ráða.
Grundvallaratriði við að hirða tennur og munn annarra verður eitt af umfjöllunarefnum ásamt kynningu á efnum og áhöldum sem geta auðveldað umhirðuna.

 

Grímuskylda

Í Framvegis er grímuskylda eins og annars staðar þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð.

Ef þú átt leið til okkar í Borgartúnið þá biðjum við þig að muna eftir grímunni - og reyndar handþvotti, sprittun og öllu því líka.

 


Tækni og tölvur - viltu skilja meira?

Í þessu 42 klst námi er lykilatriði að þátttakendur öðlist aukna trú á eigin getu þegar kemur að tækni og hinum starfæna heimi. Umfjöllunarefni eru m.a. skýjalausnir, öryggismál og stýrikerfi. Námið hefst 29. nóvember. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu.

Find out more

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Símenntun Sjúkraliða

Lausnamiðuð nálgun með sjúklingum - frestað

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur verði hæfir til þess að greina og meta aðstæður sjúklinga sinna með lausnamiðaðri nálgun.
29.11.2021 - 01.12.2021
Lausnamiðuð nálgun með sjúklingum - frestað
Gott að vita

Hvað er stýrikerfi?

Þarf ég að vita eitthvað um stýrikerfiði í tölvunni minni? Eitt af þremur erindum um tæknibreytingar og áhrif þeirra.
30.11.2021
Hvað er stýrikerfi?
Gott að vita

Starfsleit og ferilskrá

Hvað þarf að hafa í huga í starfsleit? Fjallað verður um ferilskrá, kynningarbréf og atvinnuviðtal.
02.12.2021
Starfsleit og ferilskrá
Símenntun Sjúkraliða

Hjarta og kransæðasjúkdómar

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi tegundir hjarta og kransæðasjúkdóma, hvaða áhrif þeir geta haft á líf sjúklinga og hvernig hægt sé að minnka líkur á þeim.
06.12.2021 - 07.12.2021
Hjarta og kransæðasjúkdómar
Símenntun Sjúkraliða

Öldrunarlyfjafræði

Fjallað verður almennt um lyfjagjöf með tilliti til þeirra breytinga sem verður á líkamanum við öldrun.
08.12.2021 - 16.12.2021
Öldrunarlyfjafræði
Símenntun Sjúkraliða

Öldrunarlyfjafræði - Fjarkennt

Fjallað verður almennt um lyfjagjöf með tilliti til þeirra breytinga sem verður á líkamanum við öldrun. Farið verður yfir nokkra stóra lyfjaflokka, s.s. öndunarfæralyf, hjartalyf, tauga- og geðlyf, sykursýkislyf og lyf við hrörnunarsjúkdómum.
08.12.2021 - 15.12.2021
Öldrunarlyfjafræði - Fjarkennt

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.