Gott að vita 

Skráning fór einstaklega vel af stað og er þegar orðið fullt á marga viðburði.

Við viljum vekja sérstaka athygli á vefviðburðum þar sem enn er pláss, sá fyrsti verður 8. október, Áfallastreita - í ljósi covid með Ragnheiði Guðfinnu sem áður hefur fjallað um streitu hjá okkur.

Frekari upplýsingar hér 

 

Find out more

Grímuskylda

Í ljósi þess að kórónuveiran virðist leynast víða höfum við ákveðið að setja á grímuskyldu. Nemendur, leiðbeinendur og starfsfólk verður því að vera með grímur þegar það er í húsi hjá okkur frá og með mánudeginum 21. september og þangað til annað kemur í ljós. Einnig biðjum við alla um að huga vel að öðrum sóttvörnum, handþvotti og sprittun auk þess að virða fjarlægðarmörk. Sem fyrr minnum við fólk á að ef það hefur minnstu einkenni sem gætu bent til smits að halda sig heima og láta okkur vita.

Okkur finnst þetta ekkert svakalega skemmtilegt – en brosum nú með augunum sem aldrei fyrr :)

Sóttvarnir hjá Framvegis

Við virðum sóttvarnarreglur og bjóðum upp á námskeið sem til þess eru fallin í fjarkennslu. Þeir þátttakendur sem vilja mæta, eru velkomnir til okkar í Skeifuna. Snertifletir eru sótthreinsaðir milli námskeiða. Spritt er að finna í forrými, á skrifstofu og inni í stofum. Einnig erum við með maska og hanska fyrir þá sem það kjósa.

Verum örugg og virðum hvert annað.

Þjónusta við
fyrirtæki

Markvissráðgjöf er veitt fyrirtækjum og stofnunum. Greindar eru þarfir fyrir fræðslu með það að markmiði að efla og þróa mannauð. 

Fræðslustjóri að láni felst í því að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja og stofnana sem skoðar þær lausnir sem þegar eru til staðar og samhæfir, ýmist innan fyrirtækjanna eða utan þeirra.

Nánari upplýsingar

Ný námskeið

Símenntun Sjúkraliða

Klínískar leiðbeiningar um næringu aldraðra - Aðeins fjarkennt

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir Klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga og ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk.
02.11.2020 - 05.11.2020
Klínískar leiðbeiningar um næringu aldraðra - Aðeins fjarkennt
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Matur og gleði - Netviðburður

Berglind Guðmundsdóttir eigandi GulurRauðurGrænn&Salt gefur góð ráð í eldhúsinu með áherslur á einfaldleika og hagkvæmni.
02.11.2020
Matur og gleði - Netviðburður
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Macrame vegghengi

Þátttakendur læra að gera grunnhnúta í macrame.
04.11.2020
Macrame vegghengi
Símenntun Sjúkraliða

Geðrofssjúkdómar - Fjarnámskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað geðrof er, einkenni, orsakir, meðferð og horfur.
09.11.2020 - 10.11.2020
Geðrofssjúkdómar - Fjarnámskeið
Símenntun Sjúkraliða

Geðrofssjúkdómar

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað geðrof er, einkenni, orsakir, meðferð og horfur. Geðrof getur verið tímabundið ástand af ýmsum völdum, t.d. neyslu vímuefna, en einnig endurtekið og/eða langvarandi ástand, þá sem hluti af alvarlegum geðsjúkdómi. Geðrof hefur áhrif á atferli, hvernig einstaklingurinn skynjar umhverfi sitt og hvernig hann hugsar. Farið verður yfir meðferð og meðferðarúrræði sem bjóðast í dag.
09.11.2020 - 10.11.2020
Geðrofssjúkdómar
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Teppahekl

Langar þig að hekla teppi? Þá er þetta klárlega námskeiðið fyrir þig.
28.10.2020
Teppahekl
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Matur og loftslagsbreytingar

Loftslagsvænn matur verður eldaður og fjallað verður um áhrif þess sem við borðum á losun gróðurhúsalofttegunda.
10.11.2020
Matur og loftslagsbreytingar
Símenntun Sjúkraliða

Leiðbeinendanámskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk leiðbeinenda sem taka á móti sjúkraliðanemum.
11.11.2020 - 12.11.2020
Leiðbeinendanámskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi
Símenntun Sjúkraliða

Leiðbeinendanámskeið fyrir sjúkraliðanema í verknámi - Fjarnámskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um hlutverk leiðbeinenda sem taka á móti sjúkraliðanemum.
11.11.2020 - 12.11.2020
Leiðbeinendanámskeið fyrir sjúkraliðanema í verknámi - Fjarnámskeið
Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Spænska fyrir ferðamenn

Þetta vinsæla örnámskeið er endurtekið og eru kennd grundvallaratriði í samskiptum á spænsku.
11.11.2020 - 25.11.2020
Spænska fyrir ferðamenn

Fréttir

Gæðavottun fræðsluaðila

Framvegis miðstöð símenntunar er með European Quality Mark ( EQM+) gæðavottun. Með gæðavottun EQM+ er staðfest að Framvegis stenst evrópskar kröfur um gæði í fræðslustarfi, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina en Fræðslumiðstöðin hefur unnið að þróun gæðaviðmiða í fræðslustarfi fyrir fullorðna á liðnum árum.