Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Heildræn umönnun eldra fólks

Námskeið fyrir sjúkraliða sem vilja styrkja þekkingu sína og færni í umönnun eldra fólks í samfélaginu. Áhersla er lögð á heildræna og lausnamiðaða nálgun í veittri þjónustu. Fjallað verður um þær breytingar sem verða á líðan og heilsufari eldra fólks. Stöðu þeirra í samfélaginu við hnignandi heilsufar og þau tækifæri sem felast í eflingu heilbrigðis.

Þátttakendur fá tækifæri til að meta og móta sína sýn á framtíð öldrunarþjónustu á Íslandi. Skilgreina hlutverk sjúkraliða í vinnu með eldra fólki, lýsa þeirri ábyrgð sem felst í störfum sjúkraliða og benda á hlutverk þeirrar stéttar í áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu við eldra fólk.

Unnið verður út frá hugmyndafræði grunnhjúkrunar – Fundamental Care. Sú hugmyndafræði byggir á valdeflingu í starfi þar sem áherslan er að mæta hverjum einstaklingi þar sem hann er staddur, á hans forsendum, með fagmennsku og metnað fyrir vandaðri umönnun að leiðarljósi.

Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum og sérfræðingur í heimahjúkrun.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 15 punktar

Staðkennt: 6., 8. og 9. október
Fjarkennt: 27., 29. og 30. október

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða