Á þessu námskeiði kynnir þú þér hvernig gervigreind getur auðveldað þér lífið, í daglegum verkefnum, vinnu og námi. Þú lærir hvernig þú getur nýtt tæknina til að spara tíma, auka skilvirkni og bæta lífsgæði þín.
Markmið:
Að þáttakendur öðlist skilning á grunnþáttum gervigreindar.
Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja skilja hvernig gervigreind getur auðveldað þeirra daglegu athafnir. Námskeiðið hentar vel byrjendum, en einnig þeim sem eru lengra komnir.
Tími: 12. Nóvember, 17:30-20:00
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson hefur starfað í upplýsingatækni til margra ára, og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf síðan 2016.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.