Flokkar: Gott að vita

Gervigreind í daglegu lífi

Á þessu námskeiði kynnir þú þér hvernig gervigreind getur auðveldað þér lífið, í daglegum verkefnum, vinnu og námi. Þú lærir hvernig þú getur nýtt tæknina til að spara tíma, auka skilvirkni og bæta lífsgæði þín.

Markmið:
Að þáttakendur öðlist skilning á grunnþáttum gervigreindar.

  • Hvað er gervigreind (AI)? Munur á almennri AI og sérstökum afurðum eins og ChatGPT og Copilot?
  • Hvernig virkar ChatGPT og hvernig notar maður það? Skráning, innskráning, öryggi, dæmi um notkun.
  • Praktísk dæmi, t.d. skrifa texta, auglýsingu, fyrirspurn, samantekt, uppskrift, ferðaráð…
  • Microsoft 365 Copilot: Hvernig hjálpar Copilot í Word, Excel, Outlook o.fl.
  • Mikilvægar ábendingar við notkun AI: Takmarkanir, trúverðugleiki, persónuvernd og gagnasöfnun.
  • Leiðir til að halda áfram: Aðgangur að ChatGPT, smáforrit, vefir og námsefni.

Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja skilja hvernig gervigreind getur auðveldað þeirra daglegu athafnir. Námskeiðið hentar vel byrjendum, en einnig þeim sem eru lengra komnir.

Tími: 12. Nóvember, 17:30-20:00

Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.

Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson hefur starfað í upplýsingatækni til margra ára, og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf síðan 2016.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita