Markmiðið með raunfærnimati er að meta þekkingu og reynslu sem tengist faggreinum Tölvubrautar í þessu tilviki (krækja á Tölvubrautina: https://tskoli.is/namsbraut/tolvubraut-studentsprof/). Að loknu mati fá þátttakendur einingar skráðar í INNU sem þeir geta nýtt til styttingar á námi.
Fram að þessu hafa 34 einstaklingar farið í þetta raunfærnimat og hafa þeir fengið að meðaltali 41 einingu metna sem jafngildir rúmum 2 önnum í fullu námi.
Þetta er í síðasta sinn (í bili alla vega) sem þetta raunfærnimat fer fram.
Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa ekki útskrifast úr framhaldsskóla, hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu á sviði upplýsingatækni og hafa náð 23 ára aldri.
Áhugasamir hafið samband í síma 581 1900 eða í helga@framvegis.is
Nánari upplýsingar er að finna hér