Framvegis sér um raunfærnimat gagnvart Tölvubraut Upplýsingatækniskólans.

Við erum nú að skrá þátttakendur í hóp sem fer af stað í lok mars 2020!

 

Skráning hér

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Færni má ná með ýmsum hætti til dæmis í gegnum starfsreynslu, starfsnám, frístundir, nám og félagsstörf. Þetta getur verið bæði formlegt nám, sem fram fer innan skólakerfisins og óformlegt nám sem fer fram utan skólakerfisins. Raunfærnimat er mat á þeirri raunfærni sem viðkomandi hefur.

Í raunfærnimat er gengið út frá því að eðlilegt sé að meta færni óháð því hvernig hennar hefur verið aflað hvort sem er í skóla eða í starfi.

Fyrir hverja er raunfænimat?

Þátttakendur þurfa að uppfylla þrjú skilyrði:

  1. hafa litla, formlega menntun (þ.e. hafa ekki útskrifast úr framhaldsskóla)
  2. vera 23 ára eða eldri
  3. hafa lágmark 3 ára starfsreynslu í geiranum

Átt þú erindi?

Þegar hafa nokkrir hópar farið í gegnum raunfærnimat hjá Framvegis gagnvart námskrá Tölvubrautarinnar, hefur það komið þátttakendum á óvart hversu margar einingar þeir hafa fengið metnar. Í mörgum tilfellum eru þeir sem koma í raunfærnimatið búnir að starfa svo árum, jafnvel áratugum skiptir í tölvugeiranum, bæði sem forritarar og/eða kerfisstjórar. Hér getur þú skoðað skimunarlista með atriðum sem farið er nánar yfir í raunfærnimatinu. Ef eitthvað af atriðunum eru kunnugleg gætir þú átt erindi í raunfærnimat.

Hvað er verið að meta?

Faggreinar á brautinni eru til mats. Þetta eru forritun, gagnasafnafræði, vefforritun, tölvutækni, netforritun, Windows og Linux netstjórnun og skriftur, CCNA og fleira. Hér er krækja á brautina

Hvað er hægt að fá margar einingar metnar?
43 einstaklingar fengið samtals 1389 einingar metnar, eða að meðaltali 41 einingu sem jafngildir rúmlega 2 önnum í fullu námi. Hafa einstaklingar fengið allt frá 9 einingum upp í 85.  

Kostnaður

Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Ferlið í raunfærnimati - það sem þú þarft að gera

  1. Bóka viðtal við náms- og starfsráðgjafa
  2. Færnimappa og mat á eigin þekkingu
  3. Matssamtal/samtöl
  4. Viðurkenning á mati
  5. Farið yfir niðurstöður, hvaða möguleikar eru færir í framhaldinu.

 Ítarlegri kynningar

 

Hér er PREZI KYNNING á raunfænimatinu á Tölvubrautina (stækkið og notið örvarnar neðst til að fara áfram)

TENGILL Á TÖLVUBRAUTINA 

KYNNINGARMYNDBAND UM RAUNFÆRNIMAT Þátttakandi í raunfærnimati og náms- og starfsráðgjafi segja frá ferlinu.

 Svona lítur ferlið í raunfærnimati út:

 

Ferli raunfærnimats

 

 

Frekari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar Framvegis í síma 581 1900 eða helga@framvegis.is