Sameyki stéttarfélag býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Á vorönn 2019 var boðið upp á 19 námskeið, allt frá sápugerð til draugagöngu og námstækni til hjólaviðgerða. Framvegis þakkar Sameyki, þátttakendum á námskeiðum, fyrirlestrum og leiðbeinendum fyrir samtarfið. 

Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er oftast 12 en hámarksfjöldi mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.

Dagskráin er svo til tilbúin fyrir haustönnina og verða lýsingar á viðburðum birtar hér í byrjun september, en skráning hefst 19. sept. klukkan 17:00.

Eftirfarandi námskeið og fyrirlestrar verða í boð á haustönn 2019 - nánari lýsingar birtast bráðum og að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar :) 

Plastlaus lífsstíll
Sjósund
Spænska fyrir ferðamenn
Fluguhnýtingar
Næringarfræði – hvernig náum við utan um þetta!
Ég er ófullkomin og það er í lagi
Sjóminjasafnið - leiðsögn um Óðinn
Viltu vera vegan?
Að8sig –sjálfskoðun, tækifæri og áræðni!
Micro Macrame armbönd
Konfektnámskeið 1
Konfektnámskeið 2
Græja gleðina og Góða heilsu
Teppahekl - hentar byrjendum
Salsanámskeið
Matur og loftslagsbreytingar
Bridgekynning – þrjú kvöld
Akríl pouring - Fluid art 
Notkunarmöguleikar snjalltækja