Sameyki stéttarfélag býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Boðið er upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri og á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Á vorönn 2019 var boðið upp á 19 námskeið, allt frá sápugerð til draugagöngu og námstækni til hjólaviðgerða. Framvegis þakkar Sameyki, þátttakendum á námskeiðum, fyrirlestrum og leiðbeinendum fyrir samtarfið. 

Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er oftast 12 en hámarksfjöldi mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst.

Við erum byrjuð að setja saman dagskrána fyrir haustönn 2019 og má þar nefna salsanámkeið, spænskunámskeið, fyrirlestra um næringu, plastlausan lífsstíl og að það er í lagi að vera ófullkominn. Boðið verður upp á heklnámskeið og námskeiðið Að8sig þar sem þátttakendur fara í ferðalag sjálfskoðunar og skoða drauma sína og markmið. Einnig verða hin sívinsælu konfektnámskeið á dagskránni. 

Nánari upplýsingar um viðburði á haustönn 2019 koma á síðuna hjá okkur í sumarlok.