Flokkar: Námskeið

Námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM)

Næsta námskeið verður á úkraínsku og hefst 26. ágúst 2024.

Á námskeiðinu lærir fólk að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar.

Markmið námskeiðsins er að auka færni fólks til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og í kjölfarið viðhalda betri líðan. 

Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda. Heimanám er mikilvægt þar sem námsmenn vinna ýmis verkefni sem stuðla að því að þeir tileinki sér aðferðir HAM. Námskeiðið var m.a. þróað í samvinnu við sálfræðinga á Reykjalundi og er stuðst við HAM handbók Reykjalundar á námskeiðinu.

Kennt er á ýmsum tungumálum t.d. íslensku, ensku, pólsku, spænsku og úkraínsku.

Um hugræna atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð er hentug fyrir einstaklinga sem finna fyrir kvíða, depurð, streitu eða annarskonar vanlíðan og vilja læra leiðir til að bæta líðan sína.

Hvað lærir maður?

Þátttakendur á námskeiðinu læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir HAM sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem stjórna líðan okkar og finna leiðir til að brjóta upp vítahring vanlíðunar. 

Leiðbeinandi

Sálfræðingar / hjúkrunarfræðingar með fagmenntun í hugrænni atferlismeðferð.

Verð
 
Staðsetning kennslu
Kennsla fer fram hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartún 20, 3. hæð. 

Nánari upplýsingar

Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is

Flokkar: Námskeið