Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Góð næring - bætt lífsgæði

Á námskeiðinu verður farið yfir almennar ráðleggingar um mataræði með áherslu á krabbameinssjúklinga og forvarnir með mataræði. Skoðað hvað felst í næringarmeðferð, hvað getur haft áhrif á næringarástand og mat á næringarástandi. Farið yfir leiðir til að bregðast við næringarvanda og þannig minnka líkur á vannæringu.

Leiðbeinandi: Rannveig Björnsdóttir, næringarfræðingur á LSH og hjá Ljósinu. 
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Punktar: 10 punktar

Staðkennt: 13 og 14 apríl
Fjarkennt: 27 og 28 apríl

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða