Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Áföll og fíkn

Á námskeiðinu verður fjallað um tengls áfalla og fíknar. Undanfarin ár hefur orðið æ ljósara að undir fíkn fellur fleira en sókn í vímuefni. Ýmiss konar hegðun getur fallið undir fíkn, eins og til dæmis spilafíkn, átraskanir eða reiðiköst, svo eitthvað sé talið.

Þeir sem hafa lengst unnið með fólki í vanda, eru farnir að sjá þræði sem liggja milli þessara tveggja póla, áfalla og fíknar. Þeir sem lifa í miðri hringiðu áfalla og fíknar eiga oft erfitt með að sjá heildarmyndina og þar með þörfina á að leita sér hjálpar. Þess vegna situr fólk oft fast í gildru þessarar hringiðu og hver kynslóðin eftir aðra vex upp í sömu stöðunni.

Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Leiðbeinandi:  Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði. 
Tími:                22. og 27. nóvember og 4. desember
Punktar:          15 punktar
Kl.                   17:00 – 21:00
Verð:               47.000 kr.

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða