Mikilvægt er að huga vel að sparnaði, jafnt fyrir skammtímaútgjöldum sem og fjárfestingum í framtíð. Á námskeiðinu verður rætt um hvernig velja megi heppilegasta sparnaðar- eða fjárfestingarkostinn hverju sinni. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill ná betri tökum á sparnaði sínum og fjárfestingum.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem spara eða vilja verða betri að spara.
Dagsetning: 16. apríl
Tími: 17:00-19:00
Staður: Fjarkennsla á Teams. Hlekkur verður sendur á þáttakendur.
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Björn hefur áralanga reynslu af fjármálafræðslu á öllum skólastigum. Hann útskýrir einföld lögmál um peninga með einföldum, skemmtilegum og lifandi hætti. Björn Berg | fjármálaráðgjöf (bjornberg.is).
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.