Réttindi á opinberum vinnumarkaði – orlofsréttur, veikindaréttur, uppsagnir.
Á þessu námskeiði færð þú hagnýtan grunnskilning á orlofsrétti, veikindarétti og réttindum tengdum uppsögnum á opinberum vinnumarkaði. Farið verður yfir hvernig þau virka í framkvæmd samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Farið er yfir orlofsrétt, orlofstöku og orlofslaun, auk desember- og orlofsuppbótar, og helstu reglur um veikindarétt, veikindatilkynningar, vottorð, hlutaveikindi og ávinnslu réttinda. Þá verður einnig farið yfir framkvæmd uppsagna, uppsagnarfrest og helstu atriði sem skipta máli þegar starfslok eða breytingar á ráðningarkjörum eru til umræðu. Markmiðið er að þátttakendur geti áttað sig betur á sínum rétti, spurt réttra spurninga og greint þegar frávik eða misskilningur kann að vera til staðar.
Fyrir hverja?
Fyrir starfsfólk á opinberum vinnumarkaði (og aðra sem vilja styrkja grunninn í réttindamálum).
Dagsetning: 29. apríl
Tími: 19:00-20:30
Staður: Framvegis, Borgartún 20. 3. hæð
Leiðbeinandi: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, sérfræðingur í Kjaradeild hjá Sameyki.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.