Laun og launaseðill – vaktavinnufólk
Á þessu námskeiði öðlast þú grunnskilning á launauppbyggingu vaktavinnufólks og hvernig hún birtist á launaseðli. Farið er yfir helstu launaliði og algeng hugtök samkvæmt gildandi kjarasamningum, m.a. grunnlaun og launasetningu, persónuálag, stofnanasamninga, starfsmat, starfsaldur og menntun, yfirvinnu og viðbótargreiðslur, hvíldartíma og frítökurétt, auk orlofs og desember- og orlofsuppbótar. Þá verður sérstaklega farið yfir vaktatengda launaliði, svo sem vaktaálag, vaktahvata, vægi vinnuskyldustunda, jöfnun vinnuskila, aukavaktir og breytingargjald. Markmiðið er að þátttakendur geti lesið launaseðil vaktavinnufólks, skilið hvað liggur að baki helstu útreikningum og átt auðveldara með að greina villur eða frávik.
Fyrir hverja?
Fyrir fólk í vaktavinnu á opinberum vinnumarkaði (og aðra sem vilja styrkja grunninn í launaseðlalestri).
Dagsetning: 22. apríl
Tími: 19:00-20:30
Staður: Framvegis, Borgartún 20. 3. hæð
Leiðbeinandi: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, sérfræðingur í Kjaradeild hjá Sameyki.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.