Fjögurra vikna netnámskeið þar sem þátttakendur læara að sauma.
Lærðu að sauma, á þínum hraða og þegar þér hentar. Þú færð skýra og góða kennslu frá Tinnu Laufdal textílkennara og fatahönnuði. Þú færð aðgang að myndskeiðum sem þú spilar og stöðvar að vild. Við tölum svo saman í lokaða samfélaginu okkar þar sem þú getur fengið aðstoð og hvatningu svo þú sitjir aldrei föst/fastur. Ath. að það er heimavinna líka.
Hámark 10 þátttakendur.
Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Tími: 14., 28. okt. 11., og 25. nóv.kl.19:00-20:00.
Staður: Netviðburður, Teams
Leiðbeinandi: Tinna Laufdal stofnandi Tiny Viking. Hún er menntaður textílkennari og fatahönnuður. Hefur prjónað frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.