Flokkar: Gott að vita

Grænmeti í aðalhlutverki

Lærðu að gera grænmetið að stjörnu dagsins! Á þessu námskeiði förum við yfir kosti þess að auka við grænmetisfæði og tvinna það við hefðbundið mataræði og hvernig hægt er að nýta og nota afganga í nýjar krásir. Hvernig best er að geyma matvæli og hvað má frysta og hvernig. Allir þátttakendur elda nokkra rétti sem við síðan borðum saman í lok námskeið. Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda í meðhöndlun og nýtingu grænmetis, auka meðvitund um sjálfbærni í eldhúsinu og veita innblástur til að skapa bragðgóðar og næringarríkar máltíðir með einföldum aðferðum og hráefnum.

Búnaður:
Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér svuntu, inniskó og ílát til að taka mat með sér heim.

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á matargerð og vilja læra að nýta grænmeti betur, hvort sem þú ert byrjandi í eldhúsinu, eða að leita þér að nýjum hugmyndum.

Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík.

Tími: 23. Október, 17:30-22:00

Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari með áratuga reynslu. Dóra Svavardóttir 

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita