Flokkar: Gott að vita

Boltar og bandvefslosun - Staðnám

Athugið að skáning á þetta námskeið er full. 

Á námskeiðinu læra þátttakendur tækni til að losa um bandvefinn og mýkja og losa um spennu í líkamanum með sérvöldum boltum. Boltanudd er einföld sjálfsnuddtækni sem vinnur á öllum kerfum líkamans. Þessi tækni er hönnuð til að losa um spennu, bæta og auka hreyfigetu ásamt því að auka líkamsvitund okkar. Farið er í nuddtækni sem auðvelt er að tileinka sér og gott að gera á milli tíma og út ævina.

Í lok tíma eru þátttakendur leiddir inn í milda djúpslökun sem styður við streitulosun í þeim tilgangi að virkja slökunarviðbragð líkamans til að sporna gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði.

Markmið:
Boltanudd og djúpslökun losa um spennu og streitu, dregur úr vöðvaspennu og verkjum og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Nuddið og slökunin styrkir jafnframt taugakerfið, bætir svefn og einbeitingu og styður við hvíld og endurheimt.

Búnaður: Boltar, dýnur, púðar og teppi eru til staðar á Vinnustofu Sögu. Þátttakendur geta keypt bolta á staðnum ef þeir vilja nota bolta heima.

Leiðbeinendur: Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, yogakennararéttindi og Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, BA.-uppeldis- og menntunarfræðum, yogakennararéttindi. Saga StoryHouse

Tími: 30. Sept., 7., 14., og 21. okt. kl. 17:00-18:00.

Staður: Saga story house, Flatarhraun 3, 220 Hafnarfirði.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita