Flokkar: Gott að vita

Rósir eru með elstu garðplöntum í heimi og vinsældir þeirra aukast sífellt. Ný ræktunarafbrigði bætast í hópinn á hverju ári og fjöldi gamalla afbrigða er eftirsóknarverð.

Á námskeiðinu verður farið yfir flokkun rósa, umhirðu og klippingu. Einnig verður fjallað um rósir sem hafa reynst vel hér á landi og sagðar nokkrar áhugaverðar sögur af rósum og rósaræktendum.

Dagsetning:  Þriðjudagur 28. mars

Kl. 19:00-20:30

Lengd: 1,5klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Ummæli

Þetta var alveg meiriháttar og frábært námskeið hjá honum Vilmundi!! Naut hverrar mínútu!!! Frábærlega sett upp hjá honum, fallegar myndir og áhugaverð og skýr framsetning hjá honum. Var mjög ánægð með þetta og fékk mikla fræðslu sem ég get nýtt mér í umhirðu planta minna.