Flokkar: Gott að vita

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnþætti brauðtertugerðar, salat verður búið til og sagt frá ýmsum útfærslum sem hægt er að fara í salat- og brauðtertugerð og skreytingum. 

Sýnikennsla hvernig hægt er að skreyta hefðbundna rúllutertubrauðtertu á öðruvísi hátt með fallegum formum.

Þátttakendur spreyta sig í framhaldinu á að gera og skreyta rúllubrauðtertu með sínum hætti. Þátttakendur taka brauðtertuna með sér heim.  

Dagsetning:  Fimmtudagur 5. október

Kl. 17:00-19:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20

Leiðbeinandi: Hjördís Dögg Grímarsdóttir er kennari að mennt og eigandi baksturssíðunnar mömmur.is. Í fjölda ára hefur hún galdrað fram gómsætar kökur og kennt fólki að gera slíkt hið sama.   

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Ummæli

Frábært námskeið og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Takk fyrir mig og ég hvet ykkur til að bjóða þetta námskeið aftur. Bragðgott námskeið.

 

Meiriháttar skemmtilegt og leibeinandi lifandi og skemmtileg! Hún kenndi nýjungar í brauðtertugerð sem kom skemmtilega á óvart.