Skilmálar vegna skráninga á námskeið

Athugið að námskeiðsgjald er innheimt að fullu ef skráður þátttakandi mætir ekki á námskeið og tilkynnir ekki um forföll með tölvupósti eða símtali til Framvegis (framvegis@framvegis.is) að minnsta kosti þremur virkum dögum áður en námskeið hefst. Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast. Tilkynning vegna þess þarf að berast skrifstofu innan þriggja virkra daga fyrir námskeið. Framvegis áskilur sér í öllum tilfellum rétt til að innheimta 5.000 kr í umsýslugjald vegna afboðana.

Námskeið skal ávallt vera greitt að fullu áður en námskeið hefst. Eftirfarandi greiðsluleiðir eru í boði:

 
Með greiðslukorti

Ef greitt er með greiðslukorti við skráningu á heimasíðu Framvegis verður skuldfært af korti greiðanda þann sama dag.

 
Greiðsluseðill sendur í heimabanka

Framvegis sendir greiðsluseðil í heimabanka þátttakanda.

 
Með innistæðu hjá Sjúkraliðafélaginu

Þátttakandi velur þann valmöguleika við skráningu. Framvegis sér um að innheimta námskeiðsgjald en þátttakandi undirritar samþykki þess efnis áður en námskeið hefst.

 
Millifærsla
  • Reikningur Framvegis nr. 514-26-2113
  • Kennitala: 420306-0320.

 Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu með tölvupósti á netfangið framvegis@framvegis.is og setið nafn þátttakanda í skýringu.