Við erum ákaflega ánægð með að nýja heimasíðan okkar er komin í loftið. Sú gamla var orðin þreytt og er eflaust hvíldinni fegin. Við fengum Stefnu með okkur í lið við hönnun og uppsetningu síðunnar og erum við ánægð með niðurstöðuna.
Markmiðið er að nýja síðan auðveldi aðgengi að Framvegis. Ljósara verið hvaða þjónustu við bjóðum upp á í formi námskeiða, námsleiða, náms- og starfsráðgjafar, raunfærnimats auk þjónustu við fyrirtæki. Skráning á Sjúkraliðanámskeið og Endurmenntun atvinnubílstjóra fer fram á síðunni og krækja er einnig á námsnet sem nemendur á lengri námsleiðum hafa aðgang að.
08.09.2017