Raunfærnimat á Tölvubraut

Þessa dagana erum við að skrá þátttakendur í raunfærnimat á Tölvubraut Upplýsingatækniskólans. Þetta þýðir að við erum að skoða og meta reynslu þeirra sem hafa unnið í tölvubransanum í 3 ár eða lengur og hafa ekki útskrifast úr framhaldsskóla. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Lesa meira

Náms- og starfsráðgjöf símenntunarmiðstöðvanna

Náms- og starfsráðgjafar veita mikilvæga þjónustu á símenntunarmiðstöðvum um land allt. Oft eru þeir fyrstu aðilarnir sem fólk hittir þegar það stendur frammi fyrir breytingum á náms- og starfsferli. Fyrstu skrefin geta verið flókin, náms- og starfsráðgjafar aðstoða fólk við að finna taktinn en þeir eru einmitt sérfræðingar í að leiðbeina fólki við starfsþróun og breytingar á náms- og starfsferli.
Lesa meira

Ný heimasíða í loftið

Við erum ákaflega ánægð með að nýja heimasíðan okkar er komin í loftið. Sú gamla var orðin þreytt og er eflaust hvíldinni fegin. Við fengum Stefnu með okkur í lið við hönnun og uppsetningu síðunnar og erum við ánægð með niðurstöðuna. Markmiðið er að nýja síðan auðveldi aðgengi að Framvegis. Ljósara verið hvaða þjónustu við bjóðum upp á í formi námskeiða, námsleiða, náms- og starfsráðgjafar, raunfærnimats auk þjónustu við fyrirtæki. Skráning á Sjúkraliðanámskeið og Endurmenntun atvinnubílstjóra fer fram á síðunni og krækja er einnig á námsnet sem nemendur á lengri námsleiðum hafa aðgang að.
Lesa meira

Raunfærnimat á Tölvubraut Upplýsingatækniskólans

Framvegis sér um raunfærnimat gagnvart námskrá Tölvubrautar Upplýsingatækniskólans. Þetta þýðir að þeir sem hafa unnið í upplýsingtæknigeiraum í 3 ár eða lengur geta mögulega fengið reynslu sína metna til framhaldsskólaeininga. Þ.e. ef þeir hafa ekki útskrifast úr framhaldsskóla og eru 23 ára eða eldri. Þegar hafa tveir hópar farið í gegnum raunfærnimatið hjá okkur og hafa sumir hverjir útskrifast af brautinni í kjölfarið. Ef þú eða einhver sem þú þekkir endilega hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar.
Lesa meira