Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Jákvæð sálfræði í starfi

Markmið: Er að þátttakendur fái innsýn í jákvæða sálfræði og þekkingu á helstu áhrifaþáttum hamingju og vellíðanar. Greining á eigin styrkleikum og innsýn í hvernig greina megi styrkleika annarra. Reynslu í að nota æfingar til að auka hamingju og vellíðan.

Lýsing: Jákvæð sálfræði (positive psychology) snýst um rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins. Á námskeiðinu verður fjallað um helstu viðfangsefni jákvæðrar sálfræði, s.s. hamingju, styrkleika, hugarfar, vellíðan og núvitund (e. mindfulness). Kennsla verður í formi fyrirlestra, hagnýtra verkefna og umræðna.

Farið verður yfir:

  • Styrkleika og styrkleikagreiningar
  • Muninn á grósku og festu hugarfari
  • Áhrifaþætti hamingju og hvaða áhrif hamingja hefur á heilsu og líðan
  • Áhrif jákvæðra tilfinninga á ónæmiskerfið og sem vörn gegn streitu
  • Æfingar sem vinna að því markvisst að því að auka hamingju og vellíðan í einkalífi og starfi

Leiðbeinandi: Bóas Valdórsson, klínískur sálfræðingur með sérfræðiréttindi í klínískri barnasálfræði.

Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Tími: 7. og 8. október
Lengd: 10 kennslustundir
Kl. 17:00 – 21:00
Verð: 32.500 kr

Flokkar: Símenntun Sjúkraliða