Flokkar: Íslenska sem annað mál

Íslenska 4 - Æfingin skapar meistarann

Haldið áfram að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum í íslenskukennslu þar sem áhersla verður lögð á að auka hæfni og sjálfstraust nemenda fyrir virkni í islensku samfélagi og þeim aðstæðum sem upp koma í daglegu lífi. Haldið verður áfram að vinna með orðaforða, skilning, tal og tjáningu ásamt málfræði og að halda uppi samræðum í fjölbreyttym aðstæðum. Ritun einfaldra texta. Hæfniviðmið námskeiðsins eru samkvæmt Evrópska tungumálarammanum á stigi A2.2.

Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera lágmark 75%.

Stöðumat í lok námskeiðs.

Næsta námskeið

Hefst 3.september og lýkur 7.nóvember 2024

Fyrirkomulag náms

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-19:30.

Forkröfur

Hafa lokið Íslensku 3 eða búa yfir sambærilegri hæfni.

Lengd: 40 klst.

Verð: 55.700. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar

Hjá Katrínu katrin@framvegis.is eða í síma 581 1900.

Flokkar: Íslenska sem annað mál