Flokkar: Gott að vita

Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi

Námskeiðið fjallar um mátt tilfinninganna, áhrif þeirra á ákvarðanir okkar og athafnir og hvernig við getum tekið stjórn á þessu mikla afli svo það vinni hratt og örugglega með okkur í stað þess að hafa tilviljanakennd áhrif á líf okkar með ýmist jákvæðum eða neikvæðum afleiðingum.

Markmið: Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að
kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum, bæta gæði daglegra ákvarðanna og athafna þannig að við getum brotist í gegnum hindranir og unnið að markmiðum okkar á ánægjulegan hátt þar til draumar verða að veruleika.
Um er að ræða 3 klst. langt námskeið þar sem húmor, virk þátttaka og gleði ráða ríkjum. Það verður ein 10 mínútna löng pása um miðbik námskeiðsins.

Búnaður:
Til þess að fá sem allra mest út úr námskeiðinu þá mæli ég með að þátttakendur mæti saddir, í þægilegum fötum, með glósubók, vatnsbrúsa og góða skapið.

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem vilja dýpka skilning sinn á tilfinngum og læra að nýta þær sem drifkraft í lífinu. 

Tími: 4. Nóvember, 18:00-21:00

Staður: Framvegis, Borgartún 20. 

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita