Athugið að skáning á þetta námskeið er full.
Á þessu hagnýta og létta námskeiði færðu innsýn í hvernig snjallsíminn getur gert daglegt líf einfaldara og þægilegra. Verkfæri dagsins í dag – í vasanum þínum.
Markmið:
Að nýta snjallsímann og smáforrit til að einfalda daglegt líf, skanna, skipuleggja og vinna.
Fyrir hverja?
Hentar fólki á öllum aldri sem vill læra að nýta snjallsímann betur í daglegu lífi.
Tími: 17. Nóvember, 17:30-20:00
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson hefur starfað í upplýsingatækni til margra ára, og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf síðan 2016.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.