Flokkar:
Gott að vita
Nýtum snjalltækin, snjallsímar og smáforrit
Á þessu hagnýta og létta námskeiði færðu innsýn í hvernig snjallsíminn getur gert daglegt líf einfaldara og þægilegra. Verkfæri dagsins í dag – í vasanum þínum.
Markmið:
Að nýta snjallsímann og smáforrit til að einfalda daglegt líf, skanna, skipuleggja og vinna.
- Grunnstillingar snjallsíma (Android og iPhone) T.d. hvar á að finna stillingar, öryggi, tungumál.
- Skönnun skjala og QR kóða og notkun myndavélar og skannaöpp (Microsoft Lens, iPhone Notes..)
- Taka, geyma og deila myndum – Létt myndvinnsla á Google Photos, iCloud, OneDrive o.fl.
- Smáforrit til að vinna og skipuleggja, t.d. Microsoft To Do, Google Keep, Notes, OneNote, Calendar o.fl.
- Skýjaþjónustur, t.d. OneDrive, Dropbox, Google Drive – hvernig þær virka og hvers vegna þær eru gagnlegar.
- Öryggi í símanotkun - 2ja þátta auðkenning, lykilorð, símahreinsun, hvernig uppfæra öpp.
Fyrir hverja?
Hentar fólki á öllum aldri sem vill læra að nýta snjallsímann betur í daglegu lífi.
Tími: 17. Nóvember, 17:30-20:00
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson hefur starfað í upplýsingatækni til margra ára, og hefur sinnt kennslu og ráðgjöf síðan 2016.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.
Flokkar:
Gott að vita