Flokkar: Gott að vita

Mósaík Hekl - Staðnám

Athugið að skáning á þetta námskeið er full.

Langar þig til að læra að hekla mósaíkmunstur? Ég skal kenna þér það!

Mósaík munstur eru ótrúlega skemmtileg og einföld hekl munstur sem hægt er að nota í allskonar verkefni. Á námskeiðinu kenni ég ykkur grunninn og tæknina í mósaíkmunstur hekli og þið gerið prufu með Havana uppskriftinni minni. Þá kenni ég ykkur hvernig við lesum munstur teikningar í mósaíkhekli og frágang með tvöföldum kanti.

Búnaður:
Auk kennslu fáið þið uppskriftina að Havana teppinu á rafrænu formi á íslensku. ATH. að þið þurfið að prenta uppskriftina út sjálf ef þið viljið hafa hana á pappír, en einnig er hægt að hafa hana í símanum eða spjaldtölvunni.

Koma þarf með eigin garn, minnst tvo liti (best er að litirnir eru ólíkir, en passi vel saman) og heklnál sem hæfir garninu. Hægt er að nota hvaða garn sem er, en mælt er með að það sé þó ekki of fíngert og ekki of dökkt á lit.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla og henta því ekki algjörum byrjendum, þá er nóg að kunna bara grunninn: loftlykkjur, fastalykkjur og stuðla.

Tími: 13. Október 18:00-21:00

Staður: Framvegis, Borgartún 20

Leiðbeinandi: Tinna Þórudóttir Þorvaldar hefur heklað og stundað hannyrðir síðan hún man eftir sér. Hún hefur gefið út þrjár heklbækur og hefur kennt hekl síðustu 15 ár.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita