Meðvirknin er mjög alvarlegt vandamál sem snertir mun fleiri en marga grunar. Hún hefur eyðileggjandi áhrif á líf fólks, hvort sem það eru sambönd, samskipti, starfsframi, áhugamál, menntun eða hvað annað sem skiptir okkur mestur máli í lífinu. Hún veldur sárri vanlíðan, gremju, minnimáttarkennd, ótta og kvíða sem hefur bæði áhrif á sálræna og líkamlega heilsu. Það getur verið erfitt að átta sig á öllum þeim birtingarmyndum sem meðvirknin hefur og orsakir hennar koma flestum mjög á óvart!
Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður. Á námskeiðinu færðu góða yfirsýn yfir birtingamyndir og einkenni meðvirkninnar og hverjar raunverulegar orsakir hennar eru. Meðal þess sem farið er yfir er greiningarmódel Piu Mellody sem rannsakað hefur meðvirknina og gefið út nokkrar bækur um hana. Fjallað er um áföll í samskiptum í uppvextinum (e. relational trauma) og tengsl þeirra við meðvirka hegðun. Þá er einnig fjallað um leiðir sem mælt er með til þess að vinna úr einkennum meðvirkninnar.
Markmið:
Að veita þátttakendum dýpri skilning á meðvirkni, birtingarmyndum hennar og rótum, ásamt því að kynna hagnýtar leiðir til að vinna úr áhrifum hennar og efla sjálfsmynd og vellíðan.
Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja skilja betur hvernig meðvirkni birtist í lífi þeirra eða annarra, og læra aðferðir til að vinna gegn henni – hvort sem það er í samböndum, fjölskyldulífi, starfi eða persónulegri þróun.
Tími: 10. Nóvember kl. 17:00-18:30.
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Valdimar Svavarsson, sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.