Athugið að skáning á þetta námskeið er full.
Það er erfitt að taka réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Kerfið er flókið og lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers. Um mikil værðmæti er að ræða og því borgar sig að fá aðstoð.
Lífeyrismál og starfslok er vinsælasta námskeið Björns, sem hefur haldið það hundruð sinnum fyrir vinnustaði, stofnanir og hópa í hátt á annan áratug.
Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best.
Markmið:
Að gera þátttakendur færari í að taka upplýstar og persónulegar ákvarðanir um lífeyristöku og starfslok með því að útskýra flókið kerfi á mannamáli og veita innsýn í þau atriði sem skipta mestu máli þegar lífið tekur nýja stefnu.
Fyrir hverja?
Þetta námskeið hentar þeim sem eru 55 ára og eldri og vilja kynna sér lífeyrismál.
Tími: 26. Nóvember, 17:00-19:00
Staður: Teams Fjarkennsla - Hlekkur verður sentur á þáttakendur.
Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Björn hefur áralanga reynslu af fjármálafræðslu á öllum skólastigum. Hann útskýrir einföld lögmál um peninga með einföldum, skemmtilegum og lifandi hætti. Björn Berg | fjármálaráðgjöf
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.