Á þessu notalega og skapandi kvöldnámskeiði fær hver og einn þátttakandi tækifæri til að búa til sitt eigið jólakonfekt frá grunni, undir handleiðslu konditorins Halldórs. Þátttakendur læra að tempra bæði dökkt og ljóst súkkulaði, sem er lykilatriði í að ná fram fallegu og bragðgóðu konfekti með glansandi áferð.
Halldór leiðir hópinn í gegnum öll skref ferlisins, frá vali á hráefnum og meðhöndlun súkkulaðis, til mótunar og skreytingar á konfektbitunum.
Búnaður:
Innifalið á námskeiðinu er öll hráefni og afrakstur kvöldsins. Við bendum fólki á að taka með sér ílát til að taka konfektið með sér heim.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í konfektgerð og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína og fá innblástur fyrir jólaundirbúninginn.
Tvö eins námskeið 20. nóvember:
Staðsetning: Tilkynnt þegar nær dregur.
Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í fjölda ára kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.
Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.