Á þessu notalega og skapandi námskeiði lærir þú að búa til fallegan jólakrans frá grunni. Farið verður yfir val á efni, samsetningu og skreytingar – allt sem þarf til að búa til hlýlegt og persónulegan jólakrans.
Búnaður:
Leiðbeinandinn Júli kemur með allt efni sem þarf, en þáttakendur þurfa aðeins að mæta með eigin klippur og sköpunargleðina!
Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja skapa fallega og persónulega jólaskreytingu, njóta handverks og læra einfaldar aðferðir í notalegu og hvetjandi umhverfi. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af sköpun og skreytingum.
Tími: 18. Nóvember, 18:00-20:00
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð.
Leiðbeinandi: Júlí Einarsdóttir býr til fallega og persónulega blómakransa sem gleðja augu og hjarta.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.