Flokkar: Gott að vita

Ítalska fyrir ferðamenn

Ítalska er ómissandi tungumál listar, matargerðar og sögu. Á þessu örnámskeiði lærir þú grundvallaratriði í samskiptum svo sem að heilsa og kveðja og þakka fyrir þig; að komast á milli staða, spyrja til vegar og nota samgöngur; bjarga þér í búðum og veitingastöðum, getað spurt um vörur og skilið matseðilinn. Einnig verður kennt á einföld hjálpartæki til að lesa og tala, sem finna má í flestum snjallsímum.

Markmið:
Að kenna þáttakendum einfaldar og hagnýtar setningar og orðasambönd á ítölsku sem nýtast þeim í ferðalögum og daglegum samskiptum.

Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja læra grunnatriði í ítölsku á aðgengilegan hátt. Námskeiðið er einnig sérstaklega gagnlegt þeim sem hyggjast ferðast til Ítalíu á næstunni.

Dagsetning: 30. okt., 6. og 13. nóv. kl. 18:00-20:00

Staður: Framvegis, Borgartún 20

Leiðbeinandi: Unnur Ólafsdóttir stundaði nám við háskóla í Ítalíu og London og talar reiprennandi ítölsku.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita