Vinnustofa á netinu þar sem fjallað er um áhrif þess sem við borðum á umhverfið.
Hamfarahlýnun í hádegismat, er vinnustofa á netinu þar sem farið verður yfir áhrif þess sem við borðum á umhverfið, hvaðan maturinn kemur og hvernig hans er aflað. Byrjað er á kynningu og fræðslu, síðan er hópnum skipt upp í „breakout rooms“ þar sem þátttakendur velta fyrir sér ákveðnum málefnum og vinna saman smá verkefni.
Gert er ráð fyrir virkri þátttöku og líflegum umræðum.
Skráning hefst 23. september kl.10:00.
Leiðbeinandi: Dóra Svavarsdóttir er matreiðslumeistari, kennari og með diplómu í Food and sustainability frá EIIS (European Institute of Innovation for Sustainability). Hún hefur haldið fjölda námskeiða sl. 20 ár í matreiðslu, grænmetisfæði og rætt um umhverfisáhrif matar. Hún hefur verið mjög virk í baráttunni við matarsóun undan farin ár og tekið þátt í mótun stefnu stjórnvalda í aðgerðaáætlun til minkunnar matarsóunar. Dóra er einnig kennari við Matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.