Flokkar: Gott að vita

Gufa og Gusur - Staðnám

Athugið að skáning á þetta námskeið er full.

Á námskeiðinu byjara gusumeistarinn að kynna gufu og gusu fyrir þáttakendum. Farið verður yfir helstu kostu og hvernig þáttakendur bera sig að við þessa athöfn. Í seinni tíma námskeiðsins fá þátttakendur að prófa. Þá leiðir gusumeistarinn þátttakendur í gegnum gusu lotur með hléum á milli þar sem allir geta kælt sig utandyra og jafnvel svamlað í sjónum. Gufa og gusa getur bætt blóðflæði, slakað á vöðvum, stutt ónæmiskerfið, hjálpað öndun, hreinsað húðina og minnkað streitu. Það er bæði líkamleg og andleg vellíðunaraðgerð, en þarf að nota með varúð ef þú ert með undirliggjandi heilsuvandamál. 

Hvað er gusa? Gusumeistari leiðir þrjár c.a. 15 mín. lotur í sánu með ilmolíum, jurtum, tónlist, handklæðatilþrifum og blævængjum. Þetta er hugleiðsla, sviti og gleði í einu. Góður hiti í sánunni og kæling í sjó eða svalandi lofti á milli. Ferðalagið tekur um 75 mínútur. 

Námkseiðið eru tveir dagar, fyrsta daginn verður vægur hiti og gott spjall og fræðsla um gusumenningu og prófuð verður ein lota. Seinni daginn verða þrjár venjulegar Gusu-lotur. 

Búnaður:
Sundföt, 2x handklæði (eitt stórt til að sitja á) og góðan vatnsbrúsa. Það er lítill útiklefi við hliðina á sánunni þar sem hægt er að skipta um föt en líka hægt að mæta í sundfötum innan undir og vera í einhverju þægilegu yfir.

Fyrir hverja?
Fyrir alla þá sem hafa áhuga á heilsueflingu og vellíðan. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa reynslu af sánamenningu og byrjendum. 

Tími: 2. og 4. desember, klukkan 18:00

Staður: Gusa í Sækoti. Grímstaðavör Ægisíðu.

Leiðbeinandi: Jura Akuceviciute, sána unnandi og gusumeistari. Hún hefur stundar gufuböð í mörg ár og leggur mikla áheyrslu á að skapa notalegta og skemmtilega stemmingu með góðri tónlist, hæfilegum hita og öðrum göldrum. 

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Flokkar: Gott að vita